Ferðalok !! Dagur 31: 2. júní

Mjög erfiðum degi lokið. Eftir að hafa þrætt jökulinn í 40 km, vaðið krapa og vatn upp að mitti. Var þá ljóst að ekki yrði komist neðar, höfðu þau þá samband við Grænlensku björgunarmiðstöðina og óskuðu eftir aðstoð. Þyrla sótti þau og voru þau komin til Kangerlussuaq um kl 13:00 að staðartíma.

Venjulega er blotinn mun neðar á jöklinum og höfðu Grænlendingarnir ekki séð svona mikið vatn svona ofarlega, 20 km frá jaðrinum.

Vilja Vilborg og Valdimar koma á framfæri miklu þakklæti fyrir allan stuðninginn.

Ekki er flogið frá Kangerlussuaq á sunnudögum. Á mánudaginn munu þau svo fljúga til Nuuk og beint áfram til Reykjavíkur.

Posted in Blogg | 6 Comments

Dagur 30: 1.júní

20 km gengnir í dag í blautu færi. Þau fóru ekki af stað fyrr en um kl 3 í nótt og voru búin að tjalda aftur rúmlega 13:00 í dag. Landslag jökulsins hefur borið þau um 2 km norðar en áætlað var en það var viðbúið að fylgja þurfi nú jöklinum frekar en fyrir fram ákveðnum punktum.

Tjaldað var á stað: N 67°10,015 og V 49°13,382

Nú eru innan við 20 km eftir að jökuljaðrinum og þau ætla að leggja af stað um miðnættið.

Posted in Blogg | 2 Comments

Dagur 28: 31. maí framhald

53 km gengnir í dag. Eftir rúma 40 km göngu voru þau stödd í lægð sem var byrjað að blotna í og var því ekki möguleiki að stoppa. Þurftu þau því að berjast upp úr þessari lægð og tók það nokkuð á.

Tjaldað var í 1162 m hæð á stað N 67°05,686 og V 49°05,007

Tjaldið var komið upp um 18:30 að staðartíma og ætla þau að safna kröftum en leggja þó af stað í nótt.

Posted in Blogg | Leave a comment

Dagur 28: 31.maí

Núna kl 18:20 bárust boð frá göngufólkinu okkar. Þau hafa gengið 50 km frá miðnætti og ætla að halda áfram.

Þau gáfu upp stað; N 66°06,159 og V 49°01,118

Þó að boðin hafi borist núna getur verið að þau hafi sent þau fyrr. Boð frá gerfihnattasímum eru stundum lengur á leiðinni en það er aldeilis að ganga vel hjá þeim núna.

Posted in Blogg | 6 Comments

Dagur 27: 30. maí

40 km gengnir í dag (sl nótt). Ætluðu að fara af stað á miðnætti en hægt gekk að komast af stað þannig að þau voru ekki komin á ferðia fyrr en um 2 sl nótt. Binding brotnaði en bráðabirgðaviðgerð heldur. Voru búin að koma sér fyrir um kl 15 að staðartíma og stefna á að leggja af stað á miðnætti aftur.

Tjaldað var í 1547 m hæð á stað N 66°52.846′ og V 48°06,130′

Nú eru um 89 km í loka punkt og er enn áætlað að ná þangað á laugardaginn. Þau munu væntanlega þurfa að skilja búnaðinn eftir við jökulinn en þau ætla að húkka far til Kangerlussuaq. Það er því ekki alveg ljóst hvort þau verða eina eða tvær nætur á Polar Lodge. Þau eiga svo opinn miða frá Nuuk þannig að það er ekki ljóst enn hvenær þau lenda á Íslandi

Posted in Blogg | 4 Comments

Dagur 26: 29.maí

20 km gengnir í dag en þau hættu göngu um kl 15 að staðartíma. Vel gekk fyrstu km en þá náðust yfir 4 km á klst en eftir að sólin fór að sýna sig almennilega blotnaði snjórinn og þyngdist færið. Þess vegna var hætt snemma og ætla þau að hefja aftur göngu um miðnættið og ganga í um 10 tíma.

Tjaldað var í 1799 m hæð á stað N 66°44,464 ogV 47°18,277

Einn smáfugl sást í dag og ekki margir sést síðan þau sáu hópinn fyrir viku síðan.

Posted in Blogg | 4 Comments

Dagur 25: 28. maí

35 km gengnir í dag sem er talsverð aukning á ferðahraða. Veðrið var mjög gott en vegna sólbráðar var færið nokkuð blautt.

Tjaldað var í 1918 m hæð á stað N 66°38,872 og V 46°58,195

Spáin fyrir morgundaginn er 0° til -2° og heiðskýrt sem þýðir blautt og þungt færi. Ef svo verður áætla þau að tjalda snemma og fara aftur af stað eftir að sól er sest, þá er að vænta mun betra færis.

Hér eru punktar sem sýna áætlaða niðurleið. Það þýðir að þau þurfa að fara meira en 32 km á dag ef þau ætla að ljúka ferðinni innan þessa 30 daga sem áætlaðir voru í upphafi sem er enn mjög góður möguleiki. Ætla má að loka kaflinn síðustu 3 km verði mjög torfarinn og að þeir geti tekið meira 10 tíma. Við síðasta punktinn er lón en þangað liggur vegur frá Kangerlussuaq en þaðan eru daglegar túristaferðir.

Wikipedia grein um Kangerlussuaq

Þau þakka innilega fyrir allar kveðjurnar sem berast í símann.

Posted in Blogg | 2 Comments

Dagur 24: 27 maí

22 km gengnir í dag með vindinn í bakið og tóku út ágætis lækkun. Þau komu að  DYE-2 radsjárstöðinni um kl 17 að staðartíma og eru búin að skoða þennan mjög svo draugalega stað. Stefnt er á langan dag á morgun og ráðgert er að taka daginn snemma.

Staður N 66°29,515 og 46°18,318

Samtals hafa þau nú gengið um 373 km af áætluðum 540 km

Posted in Blogg | 3 Comments

Dagur 23: 26. maí

25 km gengnir í dag í skíta veðri. Þau eru nú 20 km frá DYe-2 radsjárstöðinni yfirgefnu og vonast til að koma þangað á morgun áður en veður versnar sem gert er ráð fyrir annað kvöld. Hins vegar er gert ráð fyrir nothæfu veðri á morgun til göngu.

Posted in Blogg | 1 Comment

Dagur 22: 25.maí

25 km gengnir í dag í góðu veðri. Tjaldað var í 2270 m hæð á stað N 66°29,677 og V 45°17,129. Þau vonast til að ná um 25 km í einu næstu daga og koma til DYE-2 á sunnudaginn. Veðurspá fyrir næstu daga er góð og vonumst við eftir góðu gengi.

Posted in Blogg | 4 Comments